Sjúkradeild (D- deild)


Heimsóknatímar

Á meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka heimsóknir á deildina við einn gest til sjúklings á heimsóknartíma (Gerð er undanþága frá þessu ef heimsókargestur þarfnast fylgdarmanns)

Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á deildinni og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi (s.s flensueinkenni, kvef og þess háttar) eða frá meltingarvegi (s.s. niðurgang eða uppköst)

Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildina með heimsóknargestum. Takmarkanir verða endurmetnar reglulega.

Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður.

Deildin er 23 rúma legudeild sem er opin allan sólarhringinn alla daga. Einnig dagdeild sem er opin mánudaga og fimmtudaga kl 8-16.

Flestir leggjast inn á legudeildina vegna bráðra veikinda. Einnig leggjast inn einstaklingar til endurhæfingar eftir skurðaðgerðir og/eða önnur veikindi, sárameðferð er veitt, næringarvandamálum mætt, öldrunarþjónusta og líknandi meðferð á öllum stigum. 


Hjúkrunarfræðingar gefa aðstandendum inniliggjandi sjúklinga upplýsingar um líðan sjúklinga í  síma eftir kl 11 á daginn.

Símanúmer D- deildar er 422-0640