Sjúkradeild (D- deild)


Heimsóknartímar eru kl. 16:30-19:30 virka daga og 14:30-19:30 um helgar og á hátíðisdögum. Aðstandendur eru beðnir að virða þessa tíma. 

Gestir eru beðnir um að fresta heimsókn ef þeir hafa einkenni um öndunarfærasýkingu eða aðra smitandi sjúkdóma. Ef heimsókn er nauðsynleg skal gestur bera grímu og hreinsa hendur fyrir og eftir heimsókn.

Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður.

Deildin er 19 rúma sjúkradeild sem er opin allan sólahringinn allan ársins hring.

Einnig dagdeild sem er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 8-16.

Flestir leggjast inn á sjúkradeildina vegna bráðra veikinda. Einstaklingar leggjast einnig inn til endurhæfingar eftir skurðaðgerðir og/eða önnur veikindi eða slys. Sárameðferð er veitt, næringarvandamálum mætt, einnig öldrunarþjónusta og líknandi meðferð á öllum stigum.


Símanúmer D- deildar er 422-0640