Geðheilbrigði

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru starfrækt tvö teymi sem sinna sálfélagslegri þjónustu, geðteymi og forvarnar- og meðferðarteymi barna, sem starfa eftir stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum.

Teymin sinna greiningu og meðferð á algengustu geðröskunum á heilsugæslustigi ásamt því að veita meðferð og rágjöf við verðandi og nýbakaða foreldra og þá sér í lagi mæður. Geðteymið sinnir fólki 18 ára og eldri og FMTB sinnir foreldrum og börnum upp að 18 ára.

Þjónusta teymanna nær til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Sé þörf á bráðaþjónustu er bent á bráðamóttöku geðsviðs LSH.

Bráðaþjónusta göngudeild geðdeilda: sími 543-4050, opið virka daga 12-19 og helgar og hátíðir 13-17

Vakthafandi læknir á geðdeild: sími 543-1000


Geðteymi

Í teyminu eru starfandi sálfræðingar og læknir.

Markhópur: 
Meðferðaraðilar geðteymis HSS veita göngudeildarþjónustu á dagvinnutíma til þjónustuþega 18 ára og eldri með algengustu geðraskanirnar og mæður barna á aldrinum 0 – 1 ára sem eru að kljást við tilfinningalegan vanda. Boðið er upp á fjölskylduviðtöl og einstaklingsmeðferð sem beinist að því að auka virkni fjölskyldunnar til sjálfshjálpar. Áherslal er lögð á að efla tengslamyndum milli barns og foreldris. 

Ekki er unnið með félagslegan vanda, áfengisvanda, þroskaskerðingu og annan vanda sem krefst sérhæfðari þjónustu.

Tilvísunarferli: 
Tilvísun þarf að berast frá lækni með lýsingu á vanda og grun um geðgreiningu. Þjónustuþegar fá símtal innan nokkra vikna þar sem þeir eru boðaðir í inntökuviðtal þar sem greining á vanda ásamt mati á þjónustuþörf fer fram. Ef mál á heima hjá geðteymi fer einstaklingur á biðlista eftir einstaklingsþjónustu. Annars er tilvísun vísað frá, vísað í meira viðeigandi úrræði eða hópúrræðis innan HSS.

Um meðferð: 
Unnið er eftir gagnreyndum meðferðum. Í upphafi er gerður meðferðarsamningur þar sem ákveðin eru batamarkmið ásamt áætluðum fjölda viðtala eftir eðli vanda (yfiirleitt 8-16 skipti). Tíðni viðtala fer eftir þörf, oftast einu sinni í viku til að byrja með. Notast er við sálfræðileg mælitæki til að meta og fylgjast með árangri.


Forvarnar- og meðferðarteymi barna

Í teyminu eru starfandi 3 sálfræðingar.

Markhópar:
Börn og unglingar að 18 ára aldri sem falla fyrir utan ramma þeirrar þjónustu sem skólasálfræðingar veita á Suðurnesjum. Dæmi um viðfangsefni teymisins er uppeldis- og fjölskylduvandi, hegðunarerfiðleikar, þunglyndi- og kvíði, félagsvandi og afleiðingar áfalla. Í vinnu með börnum og unglingum er unnið eftir þörfum með foreldrum þeirra og fjölskyldu.


Tilvísunarferli: 
Foreldrar og börn geta fengið þjónustu að undangengnu tilvísanaferli. Tilvísanir berast frá fagaðilum á HSS, sálfræðingum fræðsluskrifstofu og starfsfólki félagsþjónustu auk annarra fagaðila.


Geðheilsuteymi HSS

Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda. Þjónustan er tímabundin.

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

Geðheilsuteymi HSS þjónar íbúum á öllu Reykjanessvæðinu.

Um teymið

Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum.

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði geðteymisins. Í teyminu starfa geðhjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, geðlæknir, íþróttafræðingur, þjónustufulltrúi, félagsráðgjafar,og iðjuþjálfi.