Starfsemi í Víðihlíð

Heimsóknatímar:

Engir sérstakir heimsóknartímar eru á hjúkrunardeildinni í Víðihlíð en mælst er til þess að aðstandendur hagi sínum heimsóknum frekar í eftirmiðdaginn.

Veitt er fagleg þjónusta á hjúkrunardeildinni sem tekur mið af þörfum hvers íbúa og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra.

Hjúkrunarfræðingar eru við alla daga frá kl: 08-16 og hægt er að hringja á deildina og fá samtal við hjúkrnarfræðing til frekari upplýsinga.

Markmið hjúkrunardeildarinnar í Víðihlíð er að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan síns heimilisfólks.

Símanúmer hjúkrunardeildarinnar er 422-0700