Rannsóknardeild

Opnunartími rannsóknarstofu er alla virka daga frá klukkan 08:00-15:00

Rannsóknastofan er þjónustudeild og eru rannsóknir gerðar samkvæmt beiðnum lækna.

Blóðsýni eru tekin frá 08:00 - 11:00. Einnig er tekið á móti öðrum sýnum á sama tíma.

Panta þarf tíma í blóðprufu í afgreiðslu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ í síma 422-0500 eða í Grindavík í síma 422-0750.

Blóðsýni eru tekin á HSS í Grindavík á fimmtudögum frá 08:30 - 10:30.

Greitt er fyrir blóðtöku og önnur sýni í afgreiðslu áður en þjónustan er veitt.