Hjúkrunardeild

Heimsóknartímar eru frá kl. 14 – 20.
Starfsfólk deildarinnar hefur heimild til að vísa gestum frá ef þörf þykir til að tryggja næði og velferð skjólstæðinga.

Hjúkrunardeild er deild ætluð einstaklingum sem eru í bið eftir að komast á hjúkrunarheimili og hafa fengið færni og heilsufarsmat. Þar sem stoðþjónusta innan/utan heimilis er talin vera fullreynd.

Á deildinni eru 32 rými sem skiptast á tvo ganga á 2.hæð. Rýmin skiptast í fjögra manna herbergi, tvíbýli og einbýli. Notaðar eru samþættar hjúkrunarmeðferðir til að stuðla velferð skjólstæðinga, efla athafnaþrek og virkja félagslega þátttöku.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar spila bingó og spil við skjólstæðinga. Síðan fer fram, upplestur og tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt.

Umsókn um innlögn á deildina þarf að vera að beiðni heilbrigðisstofnanna t.d. heilsugæslu, sjúkradeilda eða heimahjúkrunar.

Símanúmer deildar er 422-0550

Skráður nánasti aðstandandi skjólstæðinga á deildinni geta óskað eftir samtali við hjúkrunarfræðingi á virkum dögum á heimsóknartíma.