Influensubólusetning 2021

mánudagur, 18. október 2021
Influensubólusetning 2021

Bólusetningar við Inflúensu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefst 21. október 2021.  

Bólusett er á  Iðavöllum 12 a

Tímanir eru vefbókanlegir á Heilsuvera.is, frá og með deginum í dag og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS.

Fyrstu tvær vikurnar bólusetjum við forgangshópa.  8. nóvember verður opnað fyrir almennar bólusetningar.

Forgangshópar í bólusetningu eru:

  • Þau sem eru 60 ára eða eldri
  • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Þungaðar konur

Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi

Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver flensu einkenni eru til staðar.

Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum samkvæmt skilgreiningu Embættis landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.

 

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112