Fyrirlestur um heilsueflingu eldri borgara í tilefni af heilsu- og forvarnaviku

mánudagur, 7. október 2019
Fyrirlestur um heilsueflingu eldri borgara í tilefni af heilsu- og forvarnaviku

Í tilefni af heilsu- og forvarnaviku á Suðurnesjum var eldri borgurum í Grindavík boðið upp á fyrirlestur á vegum Heilsugæslunnar í Grindavík.

Betsý Á Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSS er í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun og einn liður í því eru fræðslufyrirlestrar. Hún fjallaði um heilsueflingu eldri borgara með áherslu á mataræði, hreyfingu og svefn.

Að fyrirlestri loknum buðu hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar upp á mælingar á blóðþrýstingi og blóðsykri.