VINSAMLEGAST ATHUGIÐ - Bið eftir þjónustu á bráðamóttöku HSS

mánudagur, 28. febrúar 2022
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ - Bið eftir þjónustu á bráðamóttöku HSS

Landspítali var færður á neyðarstig þann 25.febrúar. Það hefur þau áhrif á HSS að lengri bið er eftir því að fá skjólstæðinga sem þurfa meiri þjónustu færða þangað.

Af þeim sökum er sjúkradeildin yfirfull og mjög mikið álag á bráðamóttöku.

Fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda og því er álagið á heilbrigðisþjónustuna óheyrilegt.

Biðlum til skjólstæðinga að sýna þessu ástandi skilning. Þeir sem eru bráðveikir ganga fyrir.