
Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að HSS og aðrar heilsugæslustöðvar sjá um að afgreiða öll erindi um sýnatökur þeirra sem eru ekki með einkenni en þurfa t.d. að útiloka COVID-19 sýkingu fyrir ferðalög.
Einstaklingur þarf að hafa samband við heilsugæslustöð með minnst 3ja sólarhringa fyrirvara og óska eftir beiðni um einkennalausa sýnatöku. Allir sem fara í sýnatöku fá sjálfvirkt svar á Mínum síðum á Heilsuveru. Það svar gildir EKKI sem vottorð.
Sýnatökurnar eru eins og aðrar sýnatökur vegna COVID-19 og fara fram að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ.
Hægt er að sækja útprentuð vottorð á heilsugæslustöð HSS eftir kl 16 sama dag, þar sem gengið er frá greiðslu fyrir sýnatökuna. Hringja þarf á undan sér í síma 422-0500 áður en komið er að sækja vottorðin.
Einkennalausir einstaklingar sem þurfa ekki skimun vegna reglna sóttvarnalæknis greiða eftirfarandi samkvæmt gjaldskrá og reglugerð:
Sjúkratryggðir
Fullorðnir 18 ára til 67 ára greiða komugjald. Börn greiða ekki ekki komugjald en greiða fyrir skimun og vottorð.
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma 500 kr.
COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
Vottorð um COVID-19 niðurstöður 5.895 kr.
Ósjúkratryggðir
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 10.527 kr.
COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
Vottorð um COVID-19 niðurstöður 6.948 kr.
422-0500
422-0750
1700
112