Þjónustumiðstöð Almannavarna

föstudagur, 9. febrúar 2024
Þjónustumiðstöð Almannavarna

Íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla vegna yfirstandandi atburða. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og senda fyrirspurn á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is