Þau sem skráð eru á heilsugæslustöðvar HSS fá Covid-bólusetningar á HSS

mánudagur, 15. mars 2021
Þau sem skráð eru á heilsugæslustöðvar HSS fá Covid-bólusetningar á HSS

Embætti Landlæknis hefur sett inn árgangalista og forgangslista fyrir bólusetningar í gagnagrunn sem boðað er eftir.

HSS hefur fengið sinn lista til að boða eftir, en rétt er að taka fram að á þessum listum eru eingöngu þeir einstaklingar sem eru skráðir á heilsugæslustöðvar HSS.

Einstaklingar skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða annarsstaðar en á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fá ekki boð í bólusetningu frá HSS.

Allir fá boð frá þeirri heilsugæslu sem þeir eru skráðir á og verða boðaðir í bólusetningu á viðkomandi stöð.

Ef fólk vill vera láta færa sig á bólusetningalista HSS og fá bólusetningu á bólusetningarmiðstöðinni á Ásbrú, er hægt að mæta á heilsugæslustöð HSS og breyta skráningu sinni.