Framkvæmdastjórn HSS birti síðastliðinn föstudag yfirlýsingu í þeim tilgangi að útskýra helsta vanda stofnunarinnar, mönnunarvandann, og þátt ómálefnalegrar umræðu í því að viðhalda honum þar sem sífellt er vegið að starfsfólki hennar.
Birtingarmynd þessa vanda mátti sjá í fréttum á Stöð 2 s.l. laugardag þar sem staðhæft var að HSS nýti læknaleigu yfirlæknis á stofnuninni. Slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar á HSS og hefur ekki verið. Staðhæfingar um annað eru því rangar.
Varðandi yfirlýsingar um mikla starfsmannaveltu lækna vill HSS koma því á framfæri að á stofnuninni starfar öflugur hópur sérfræðilækna með langan starfsaldur eða að meðaltali um 10 ár á stofnuninni. HSS er enn fremur kennslustofnun í læknisfræði og það liggur í hlutarins eðli að þeir unglæknar sem starfa hjá okkur staldra stutt við meðan á námi stendur. Sumir þessara unglækna hafa komið aftur að námi loknu og starfað til lengri tíma við stofnunina.
Eins og margoft hefur komið fram er HSS undirmönnuð miðað við umfang þeirrar þjónustu sem hún veitir. Starfsfólk okkar leggur sig verulega fram um að veita eins mikla þjónustu og það getur með tilheyrandi álagi. Það er skiljanlegt að óánægja ríki ef íbúar fái ekki þá þjónustu sem þeir þurfa en orsökin liggur ekki hjá fólkinu á gólfinu sem veitir þjónustuna. Reynslan hefur ennfremur sýnt að það leysir ekki mönnunarvanda að herja á starfsfólk.
Framkvæmdastjórn HSS
422-0500
422-0750
1700
112