Skúli nýr yfirlæknir á sjúkrasviði HSS

þriðjudagur, 14. maí 2019
Skúli nýr yfirlæknir á sjúkrasviði HSS

Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir var á dögunum ráðinn í starf yfirlæknis á sjúkrasviði HSS. Hann hefur þegar hafið störf.

Starf yfirlæknis felst í stjórnun og stýringu sjúkradeildar hjá HSS, en yfirlæknir sinnir einnig almennri vinnu á sjúkradeild og móttöku sjúklinga á göngudeild.

Skúli hefur starfað á sjúkradeild HSS síðan í febrúar 2018, en fyrir það var hann búsettur í 20 ár í Bandaríkjunum fyrst við nám í Wisconsin og Iowa, og síðar við störf hjá HIMG í Vestur Virginíu.

Skúla er árnað heilla með óskum um velgengni í nýju starfi.