
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk góða heimsókn á dögunum þar sem hópur ljósmæðra frá Gautaborg kom við á kynningarferð sinni um fæðingardeildir hér á landi.
Þær fengu stutta yfirferð um starfsemi og stefnu Ljósmæðravaktar HSS og sögðust hrifnar af aðstöðunni og starfinu sem hér fer fram.
Var heimsóknin bæði skemmtileg og fróðleg jafnt fyrir gestina sem og ljósmæðurnar á HSS.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112