
Athugið að eftirfarandi heimsóknareglur munu alltaf þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst með mjög stuttum fyrirvara.
Aðfangadag (24. des), jóladag (25. des), annan í jólum (26. des.), gamlársdag (31. des.) og nýársdag (1.jan.) verða heimsóknartímar lengri og tveir gestir mega koma í heimsókn þessa daga.
Heimsóknartímar þessa daga verða kl 13 - 17 og 19 – 21 með ákveðnum skilyrðum
- Bóka þarf tíma í heimsóknir í síma 422-0636.
- Tveir gestir hafa leyfi til að koma í heimsókn þessa daga.
- Við biðjum um að sömu tveir gestir mega koma þessa daga.
- Barn undir 18 ára sem kemur í heimsókn telst með sem annar af tveimur gestum.
- Allir gestir þurfa að setja á sig andlitsgrímu við komu og hafa grímuna á sér allan tímann meðan á heimsókn stendur. Óheimilt er að koma með taugrímu.
- Allir gestir þurfa að spritta hendur komu á deildina og áður en þeir fara út af deildinni.
- Gestir fari beint inn á herbergi sjúklinga, það er óheimilt að stoppa og spjalla á leiðinni. Ef sjúklingur er ekki inni á herbergi þá á að biðja starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf
- Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við sjúklinga.
- Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi sjúklinga og þá með leyfi frá vaktstjóra deildar.
Alla aðra daga verða heimsóknartímar frá 18 – 20 með ákveðnum skilyrðum
- Bóka þarf tíma í heimsóknir í síma 422-0636.
- Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klst. í senn á tilgreindum heisóknartíma.
- Allir gestir þurfa að setja á sig andlitsgrímu við komu og hafa grímuna á sér allan tímann meðan á heimsókn stendur. Óheimilt er að koma með taugrímu.
- Allir gestir þurfa að spritta hendur komu á deildina og áður en þeir fara út af deildinni.
- Gestir fari beint inn á herbergi sjúklinga, það er óheimilt að stoppa og spjalla á leiðinni. Ef sjúklingur er ekki inni á herbergi þá á að biðja starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf
- Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við sjúklinga.
- Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi sjúklinga og þá með leyfi frá vaktstjóra deildar.
Athugið að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- eru í sóttkví eða einangrun.
- bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- eru með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112