Reglur um heimsóknir á sjúkradeild og ljósmæðravakt um áramót

fimmtudagur, 30. desember 2021
Reglur um heimsóknir á sjúkradeild og ljósmæðravakt um áramót

Sjúkradeild (D-deild)

  • Engar heimsóknir eru leyfðar nema með sérstökum undantekningum.
    • Gamlársdag og nýársdag verða leyfðar heimsóknir eins gests til hvers sjúklings í 1 klst. á tímabilinu kl. 14-18.

Farið er fram á að viðkomandi sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðastliðnum sex mánuðum. Heimsóknargestir skulu nota einnota veirugrímu en þær eru aðgengilegar við inngang á deild.

Heimsóknir barna undir 12 ára aldri eru óheimilar nema undir sérstökum kringumstæðum og þá aðeins með leyfi stjórnenda viðkomandi deilda.

Ljósmæðravakt

  • Heimsóknir annarra en maka eru óheimilar til kvenna á ljósmæðravakt.