Öryggisráðstafanir á slysa- og bráðamóttöku HSS

föstudagur, 3. maí 2019
Öryggisráðstafanir á slysa- og bráðamóttöku HSS

Skjólstæðingar og gestir HSS eru beðnir að athuga eftirfarandi.

Tekin var ákvörðun um að setja upp hurð sem lokar af aðgengi að slysa- og bráðamóttökuganginum. Ástæða þess er ónæði af fólki sem hefur farið án leyfis inn á slysa- og bráðamóttöku í misjöfnum tilgangi. Það er því mikið öryggisatriði að koma í veg fyrir umgang óviðkomandi inn á deildina.

Einnig hjálpar þetta okkur á HSS við að skapa rólegra umhverfi fyrir skjólstæðinga okkar og styður einnig við persónuvernd.

Viljum við því biðja skjólstæðinga slysa- og bráðamóttöku og myndgreiningadeildar að hafa eftirfarandi í huga:

• Ef þú þarft á þjónustu myndgreiningadeildar (þarft röntgen- eða tölvusneiðmyndatöku) að halda þá kemur þú við hjá móttökuritara, færð þér sæti í biðstofunni og starfsfólk deildarinnar fylgir þér inn.

• Ef þú þarft á þjónustu slysa- og bráðamóttöku að halda þá kemur þú við hjá móttökuritara, færð þér sæti í biðstofunni og starfsfólk deildarinnar fylgir þér inn.

• Ef þú ert alvarlega veik/-ur eða slasaður/slösuð s.s. finnur fyrir brjóstverk eða óbærilegum kviðverkjum þá ferðu fyrst til móttökuritara og móttökuritari upplýsir starfsfólk deildarinnar sem fylgir þér inn.

• Ef mikil biðröð er að móttökuritara og þú ert alvarlega veik/-ur eða slasaður/slösuð, þá ferðu fram fyrir röðina og upplýsir móttökuritara strax um ástand þitt.