Ljósmæðravaktin fékk góða gjöf frá Marel

sunnudagur, 30. desember 2018
Ljósmæðravaktin fékk góða gjöf frá Marel

Ljósmæðravakt HSS barst góð gjöf á dögunum þegar fulltúar frá Marel mættu færandi hendi með tvær ungbarnavogir sem fyrirtækið framleiðir.

Tækin eru hin glæsilegustu og hafa þegar verið tekin í notkun eins og myndin af þessum skjólstæðingi ljósmæðravaktarinnar sýnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Þórarinn Kristjánsson afhenti gjöfina góðu frá Marel.