
Ljósmæðravakt HSS fékk góða gjöf á dögunum þar sem ljósmyndarinn Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir færði deildinni sjö fallegar myndir af hvítvoðungum, sem munu prýða veggi deildarinnar.
Heiðbrá rekur ljósmyndastofuna Heiðbrá Photography en margar myndanna sem hún gaf deildinni eru einmitt af börnum sem fæddust á HSS, eða hafa verið þar í eftirliti.
Starfsfólk ljósmæðravaktarinnar þakkar kærlega fyrir gjöfina og þann hlýhug sem hanni fylgir. Myndirnar munu svo gleðja skjólstæðinga stofnunarinnar um ókomin ár.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112