
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mætti í portið hjá HSS í dag og grillaði hamborgara í vorblíðunni fyrir starfsfólk stofnunarinnar, sem og Lögreglunnar á Suðurnesjum og Brunavarna Suðurnesja. Um var að ræða þakklætisvott fyrir frammistöðu framlínufólks í Covid-faraldrinum.
Starfsfólk HSS þakkar innilega fyrir bragðgóða borgara, og ekki síður fyrir stuðninginn í samfélaginu hér Suður með sjó.
Á Facebooksíðu HSS má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í dag, flestar af Ólafi Guðmundssyni yfirmatreiðslumanni á HSS.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112