Konráð kvaddur eftir farsælan feril á HSS

föstudagur, 15. febrúar 2019
Konráð kvaddur eftir farsælan feril á HSS

Konráð Lúðvíksson kvensjúkdómalæknir lét nýlega af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir áratuga starf.

Konráð kom fyrst til starfa á HSS árið 1984 og hefur síðan starfað hér sem sérfræðingur, yfirlæknir og um tíma lækningaforstjóri. Á sínum langa ferli hefur hann unnið ötullega og af mikilli fórnfýsi að framgangi stofnunarinnar í þágu samfélagsins á Suðurnesjum.

Stjórnendur og starfsfólk HSS þakka Konráði fyrir ómetanlegt starf og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í því sem nú við tekur.

Mynd: Framkvæmdastjórn HSS (Fjölnir F. Guðmundssson, framkvæmdastjóri lækninga, Halldór Jónsson forstjóri og Elís Reynarsson fjármálastjóri) kvaddi Konráð með virktum í gær, en með þeim á myndinni er Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Konráðs. Á myndina vantar Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar.