
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hlaut á dögunum veglegan styrk frá Kaupfélagi Suðurnesja.
Kaupfélagið fagnar 75 ára afmæli á árinu og veitti af því tilefni tvo styrki upp á 350.000 kr. Annars vegar til Leikfélags Keflavíkur fyrir starf sitt til að efla ungmenni á Suðurnesjum í leik og starfi, og hins vegar, til starfsfólks HSS fyrir störf sín við erfiðar aðstæður árinu.
Kann starfsfólk HSS Kaupfélagi Suðurnesja góðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112