
Helga Signý Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin gæðastjóri HSS.
Um er að ræða nýja stöðu á stofnuninni, sem heyrir beint undir forstjóra. Gæðastjóri HSS mun leiða gæðaþróun stofnunarinnar, skipuleggja fræðslu og kynningar, sinna samskiptum við aðrar stofnanir og fleira.
Staða gæðastjóra er í samræmi við stefnumótun HSS þar sem gæðamál eru í forgrunni.
Helga Signý útskrifaðist sem hjúkurnarfræðingur árið 2000 og hefur starfað á D-deild HSS frá árinu 2008, þar af sem aðstoðardeildarstjóri frá árinu 2013.
Hún hefur einnig starfað á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Marselisborgarspítala í Árósum.
Helgu er óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112