
Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri HSS. Ráðningin tekur gildi 1. janúar nk.
Um er að ræða nýja stöðu hjá HSS, í samræmi við nýtt skipurit stofnunarinnar. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra HSS.
Helga er menntaður vinnusálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið í starfsmannamálum frá 2011, fyrst sem sérfræðingur í starfsmannamálum á Hagstofu Íslands, og svo starfsmannastjóri á sama stað frá ársbyrjun 2018.
Helga er boðin velkomin til starfa á HSS.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112