Haldið áfram að bólusetja með AstraZeneca

mánudagur, 29. mars 2021
Haldið áfram að bólusetja með AstraZeneca

HSS vekur athygli á þessari frétt á vef Embættis landlæknis.
Þar kemur fram að haldið skuli áfram að bólusetja með bóluefni frá AstraZeneca fyrir einstaklinga eldri en 70 ára, þar eð rannsóknir sýni ekki fram á alvarlega aukaverkanir hjá öldruðum einstaklingum.

Athugið einnig að gefnu tilefni:

Þeim einstaklingum sem afþakka það bóluefni sem er í boði þegar þeir fá boð, verður ekki boðið aftur í bólusetningu fyrr en aðrir hópar eru búnir að fá bólusetningu.

Þeir sem eru á líftæknilyfjum og mega ekki, af læknisfræðilegum ástæðum fá ákveðin efni, eru á ákveðnum lista sem settur er upp af landlækni.

Aðrir fá þau efni sem eru í boði á hverjum tíma.