
Enn og aftur sannast að HSS á sér öfluga bakhjarla á Suðurnesjum þar sem heilsugæslunni barst fyrir helgi höfðingleg gjöf frá starfamannafélagi Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Um er að ræða þrjár Lenovo-spjaldtölvur í hulstrum, sem ætlaðar eru til að stytta börnum stundir.
Gjöfin var keypt fyrir fjármuni sem söfnuðust á páskabingói sem haldið var fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra.
Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka lögreglufólki og fjölskyldum þeirra innilega fyrir gjöfina sem mun nýtast yngstu skjólstæðingum stofnunarinnar vel.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112