Fréttatilkynning vegna óveðurs 7. febrúar 2022

sunnudagur, 6. febrúar 2022
Fréttatilkynning vegna óveðurs 7. febrúar 2022

Búast má við mikilli skerðingu á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á morgun 7. febrúar vegna óveðurs. 

Öll almenn þjónusta hjá heilsugæslu HSS fellur niður fyrir hádegi, þar með talin Covid sýnataka. 

Þeir skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma á stofnuninni fyrir hádegi og ekki er hægt að afgreiða símleiðis fá úthlutað nýjum tíma við fyrsta tækifæri. 

Allir sem eiga bókaðan tíma hjá lækni á heilsugæslunni fá símtal frá lækni. 

 ATH  

Bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn. Ef um bráðatilfelli er að ræða vinsamlega hafið samband við 112.