
Athygli er vakin á því að frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 25. maí, verður grímuskylda ekki lengur við lýði á HSS.
Vitanlega er hverjum og einum frjálst að halda áfram að nota grímu, og allir eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.
Í því samhengi er rétt að minna á Samfélagssáttmálann svokallaða, á Covid.is:
- Þvoum okkur um hendur
- Sprittum hendur
- Virðum nálægðarmörkin
- Sótthreinsum sameiginlega snertifleti
- Verndum viðkvæma hópa
- Förum í sýnatöku ef við fáum einkenni
- Virðum sóttkví
- Virðum einangrun
- Veitum áfram góða þjónustu
- Miðlum traustum upplýsingum
- Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112