Ekki boð um bólusetningar um sinn utan höfuðborgarsvæðis og Austurlands

föstudagur, 8. mars 2019

Athygli er vakin á því að boð sóttvarnarlæknis um bólusetningu gegn mislingum fyrir óbólusetta einstaklinga gildir eingöngu fyrir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi, en ekki á Suðurnesjum í bili.

Íbúar Suðurnesja, sérstaklega foreldrar óbólusettra barna, eru þó hvattir til að fylgjast með þróun mála hér á vef HSS, Facebook-síðu stofnunarinnar og vef Embættis landlæknis.

Einnig getur fólk hringt í síma 1700 og fengið ráðleggingar.