
Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sykursýkismóttöku HSS hlaut nýlega nafnbótina sérfræðingur í hjúkrun sykursjúkra. Hún er eini sérfræðingurinn í hjúkrun á því sviði á landinu og eini sérfræðingurinn í hjúkrun á HSS.
Hafdís lauk M.Sc. prófi í í heilbrigðisvísindum á línunni Langvinn veikindi með áherslu á sykursýki, frá Háskólanum á Akureyri sem og diplómanámi í sykursýki frá University of South Wales.
Hafdís stýrir einnig heilsueflandi móttökum á heilsugæslusviði HSS. Þar er, auk sykursýkismóttöku, boðið upp á þjónustu í heilsueflingu aldraðra sem og einstaklinga sem lifa við offitu.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112