Dóra lætur af störfum eftir 50 ár

fimmtudagur, 17. júní 2021
Dóra lætur af störfum eftir 50 ár
Halldóra Jóhannesdóttir sjúkraliði lét af störfum hjá HSS í gær eftir heil 50 ár í starfi. Hún var kvödd með virktum eins og vera ber, þar sem hún fékk bæði köku frá stöllum sínum í heimahjúkrun og blóm og gjafabréf frá framkvæmdastjórn HSS.
Hún Dóra byrjaði sem gangastúlka á sínum tíma þar sem hún var m.a. að skúra og í umönnun, en tók að sér allrahanda verkefni á löngum og farsælum ferli.

Stjórnendur, starfsfólk og góðir vinir hennar þakka henni innilega fyrir samstarfið og óska henni velfarnaðar í hverju því sem hún mun taka sér fyrir hendur á komandi árum.