
Dagur heyrnar er haldinn hátíðlegur í dag 4. mars, í samvinnu Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands og Heyrnarhjálpar - Félags heyrnarskertra á Íslandi.
Dagurinn tengist alþjóðlegum degi heyrnar sem Alþjóða Heilbrigðisstofnunin stendur árlega fyrir, World Hearing Day.
Þema dagsins í ár er „Mælum heyrnina“, sem er hvatning til fólks að láta fylgjast með heyrnarheilsu sinni og barna sinna.
Á heilsugæslu HSS er hægt að bóka tíma í heyrnarmælingu í samráði við starfsfólk.
Frekari upplýsingar má fá í síma 422-0500.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112