Breytingar á heimsóknarreglum á D-deild

þriðjudagur, 8. júní 2021
Breytingar á heimsóknarreglum á D-deild

Heimsóknir eru leyfðar á D-deild kl. 18-20 með ákveðnum skilyrðum:

  • Einn gestur má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klst. í einu á tilgreindum heimsóknartíma.
  • Gestir mega ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Gestir mega ennfremur ekki koma í heimsókn ef þeir eru með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu.
  • Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra.

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví.
  • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • Hafa komið erlendis frá fyrir minna en 14 dögum.
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Það er eingöngu gert í samráði við deildarstjóra eða vaktstjóra og þarf að skipuæleggja fyrirfram.