Bólusetningar halda áfram á HSS

miðvikudagur, 10. mars 2021
Bólusetningar halda áfram á HSS
Vinsamlegast athugið að COVID-bólusetningar halda áfram á HSS í vikunni. Að þessu sinni eru það skjólstæðingar HSS fædd 1942, 1943 og hluti þeirra sem fædd eru 1944.
Þau sem fá boð eru boðuð á fimmtudaginn 11. mars eftir hádegi.
Allir munu fá SMS-boð í símann sinn (ekki er nauðsynlegt að hafa snjallsíma), eða í númer aðstandenda þeirra sem hafa valið það.
Við viljum endilega biðla til aðstandenda að aðstoða sitt fólk með að fylgjast með skilaboðum um mætingartíma í bólusetningu.
Athugið einnig að fólk er ekki skráð á heilsugæslustöðvar HSS fær ekki boð frá HSS, heldur þeirri stöð sem viðkomandi er skráð/-ur á, og fer á þá stöð í bólusetningu.