
Nú er fjöldabólusetningum á Ásbrú lokið og munu þeir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu fá boð í bólusetningu á heilsugæslunni. Ekki verður boðið uppá fyrri bólusetningu á Pfizer fyrr en í lok ágúst.
Þeir sem vilja þiggja Janssen bólusetningu í sumar geta sent tölvupóst á hss@hss.is með nafni, kennitölu og símanúmeri og fá þá boð við fyrsta tækifæri.
Þeir sem hafa fengið bólusetningar erlendis og eru með bólusetningavottorð geta sent þau í tölvupósti á hss@hss.is eða skilið þau eftir í afgreiðslu HSS og þau munu verða skráð í bólusetningagrunninn hér.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112