Bið eftir svörum úr PCR sýnatökum

fimmtudagur, 10. febrúar 2022
Bið eftir svörum úr PCR sýnatökum

Nú er mikið álag á veirufræðideild Landspítala sem vinnur PCR sýni fyrir stóran hluta landsins. Þetta álag veldur því að biðtími eftir svar úr PCR sýnatöku getur tekið allt að 72 klst.

Vinsamlega sýnið biðlund og haldið ykkur í einangrun ef þið voruð í einkennasýnatöku og áfram í sóttkví/smitgát ef þið voruð í sóttkvíar eða smitgátar sýnatöku þar til þið hafið fengið niðurstöður.

ATH

Dagar í einangrun teljast frá því sýnið var tekið, en ekki þegar niðurstöður berast.

Svörin berast sjálfkrafa í heilsuveru um leið og sýnið er tilbúið eða í sms ef viðkomandi var ekki með strikamerkið í gegnum heilsuveru.