Andrea Klara ráðin í starf yfirhjúkrunarfræðings á heilsugæslu HSS

miðvikudagur, 15. maí 2019
Andrea Klara ráðin í starf yfirhjúkrunarfræðings á heilsugæslu HSS

Andrea Klara Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf yfirhjúkrunarfræðings á heilsugæslu HSS. Ráðningin er tímabundin til ársloka.

Andrea hefur unnið hjá HSS með hléum allt frá árinu 1993, fyrst sem sjúkraliði á Víðihlíð en síðar sem móttökuritari og læknaritari á heilsugæslunni í Grindavík og svo sem hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri í Reykjanesbæ frá árinu 2008, bæði á legudeild og skurðstofu- og speglunardeild. Auk þess hefur Andrea unnið í hlutastarfi sem speglunarhjúkrunarfræðingur í Meltingarsetrinu í Mjódd síðustu ár.

Hún lauk BSc. í hjúkrunarfræðum árið 2009 og meistaragráðu við Háskólann á Akureyri árið 2015 og hefur einnig unnið mikið að félags- og fagstörfum, meðal annars innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagfélags speglunarhjúkrunarfræðinga.

Andreu er árnað heilla í nýju hlutverki á HSS.