Sálfélagsleg þjónusta á HSS

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru starfrækt tvö teymi sem sinna sálfélagslegri þjónustu, annars vegar geðteymi og hins vegar forvarnar- og meðferðarteymi barna (FMTB), sem starfa eftir stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í geðheilbrigðismálum.

Geðteymið sinnir fólki 18 ára og eldri og FMTB sinnir foreldrum og börnum upp að 18 ára.

Teymin sinna greiningu og meðferð á algengustu geðröskunum á heilsugæslustigi ásamt því að veita meðferð og rágjöf við verðandi og nýbakaða foreldra og þá sér í lagi mæður.

Þjónusta teymanna nær til allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Sé þörf á bráðaþjónustu er bent á bráðamóttöku geðsviðs LSH.

Bráðaþjónusta göngudeild geðdeilda: sími 543-4050, opið virka daga 12-19 og helgar og hátíðir 13-17

Vakthafandi læknir á geðdeild: sími 543-1000

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112