Ljósmæðravaktin á HSS

Ljósmæðravaktin er á 2. hæð hússins og skiptist í mæðravernd og fæðingadeild. Síminn á deildinni er 422-0542

Sólarhringsþjónusta er alla daga.

Deildin þjónustar allar heilbrigðar fæðandi konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu eða hafa fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu. Einnig þjónustum við konur með smávægileg vandamál tengd meðgöngu og eftir fæðingu ásamt brjóstagjafaráðgjöf.

Eitt af markmiðum Ljósmæðravaktarinnar er að veita samfellda þjónustu, þ.e.a.s. að fólk geti valið sér sína ljósmóður sem fylgir fjölskyldunni að sem mestu leyti í gegnum allt fæðingarferlið, á meðgöngunni, hugsanlega í fæðingunni og eftir fæðingu.

Yfirljósmóðir er Jónína Birgisdóttir.

Ljósmæðravaktin tekur, eins og stofnunin sjálf, þátt í kennslu nemenda á háskólastigi og sinnir verklegri kennslu ljósmæðranema.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir til fæðingardeildarinnar á netfangið hss@hss.is.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112