TILKYNNING FRÁ BRÁÐAMÓTTÖKU HSS

fimmtudagur, 23. desember 2021
TILKYNNING FRÁ BRÁÐAMÓTTÖKU HSS

Covid-19 heimsfaraldur veldur auknu álagi á bráðamóttöku HSS. Vegna mikillar fjölgunar smita undanfarið og tilkomu ómíkron- afbrigðisins viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

  • Vinsamlegast leitið ekki á bráðamóttöku vegna smávægilegra mála eða langvinnra vandamála án bráðrar versnunar
  • Einstaklingar sem leita á bráðamóttöku með vandamál sem ekki eru metin bráð geta átt von á því að verða vísað í önnur úrræði
  • Aðstandendum er óheimilt að fylgja skjólstæðingi inn á deildina og að dvelja á  biðstofunni. Undantekningar eru gerðar fyrir börn og þá skjólstæðinga sem vegna fötlunar þurfa fylgd aðstandanda, eða ef sjúkdómsásand eða kringumstæður krefjast nærveru aðstandanda. Í þeim tilvikum er einum aðstandanda leyft að fylgja viðkomandi inn á deildina
  • Mætið ekki til vinnu með einkenni sem gætu verið vegna kórónuveirusmits
  • Pantið sýnatöku í gegnum Heilsuveru ef einkenna  verður vart og dragið úr samskiptum við aðra þar til niðurstaða liggur fyrir
  • Gætið að fjarðlægðartakmörkunum (2m), sprittið hendur og notið grímu þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk
  • Í neyðartilvikum skal hringja í 112