Sjálfsafgreiðsluskjár í móttöku HSS

fimmtudagur, 17. september 2020
Sjálfsafgreiðsluskjár í móttöku HSS
HSS tók nýlega í gagnið sjálfsafgreiðsluskjá í móttökunni í Reykjanesbæ.
 
Þar geta skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma slegið inn kennitölu sína og tilkynnt sig inn ásamt því að greiða komugjald í posa. Við afgreiðslustandinn má finna andlitsgrímur sem þarf að hafa í biðsalnum.
 
Um er að ræða talsverða þjónustubót, enda flýtir þetta nýja fyrirkomulag mjög fyrir afgreiðslu.
 
Athugið að enn þarf að fara til ritara með suma þjónustuþætti, en þá fá skjólstæðingar tilkynningu þess efnis á skjánum.
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112