Persónuverndarstefna HSS samþykkt

þriðjudagur, 11. september 2018
Persónuverndarstefna HSS samþykkt

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja samþykkti nýlega persónuverndarstefnu fyrir stofnunina, sem hefur nú verið birt hér á vefnum.

Með henni er leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni og er stefna þessi byggð á persónuverndarlögum nr. 90/2018 frá 15. júlí 2018. Með stefnu þessari leggur HSS áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan HSS fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Stefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga HSS.

Í persónuverndarstefnunni eru meðal annars ákvæði um söfnun, vinnslu, öryggi og dreifingu persónuupplýsinga á HSS, sem og réttindi einstaklinga til eigin persónuupplýsinga í vörslu HSS.

Smellið hér til að lesa Persónuverndarstefnu HSS.