Opnunartími HSS yfir páskana

miðvikudagur, 8. apríl 2020
Opnunartími HSS yfir páskana

paskatreHSS.jpg

Athygli er vakin á því að COVID-móttakan á HSS verður opin á morgun, skírdag, laugardag og annan í páskum. Hægt er að vefbóka símtöl í ráðgjöf samdægurs (símsvörun hefst kl 10), og sýnataka fer fram alla þrjá dagana.

Frekari upplýsingar má fá í símum 422-0500 og 1700.

Föstudaginn langa og páskadag verður heilsugæsluvaktin opin á milli 10 og 16. Vegna aðgangstakmarkana og forgangsröðunar er fólk beðið að hringja á undan sér í síma 422-0500.

Slysa- og bráðamóttaka HSS er, sem fyrr, opin allan sólarhringinn.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112