Nýtt merki HSS

fimmtudagur, 1. júlí 2021
Nýtt merki HSS

HSS tók í notkun nýtt einkennismerki, eða „lógó“ í dag.

Hönnuðurinn Eva Hrönn Guðnadóttir á hönnunarstofunni Kríu gerði lógóið í samráði við starfshóp hér innanhúss á HSS.

Listaverkið Askur Yggdrasils - Lífsins tré eftir Erling Jónsson er í forgrunni, líkt og í fyrra merki, en fimm aðalgreinar þess tákna skilningarvitin fimm: sjón, heyrn, lykt, snertingu og bragð.

Þá má einnig sjá í merkinu vísun í æðakerfi líkamans ásamt því að það táknar hina margþættu þjónustu sem HSS veitir íbúum Suðurnesja.

Í nýrri hönnun var leitast við að einfalda form merkisins og letur, til að það sómi sér sem best á prenti, á rafrænu formi og í merkingum á húsnæði og fatnaði og þykir okkur vel hafa tekist til.

Í tilefni af tímamótunum var boðið upp á lógókökur í Reykjanesbæ, Víðihlíð og heilsugæslunni í Grindavík í hádeginu.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112