Nýr deildarstjóri Sálfélagslegrar þjónustu á HSS

þriðjudagur, 31. ágúst 2021
Nýr deildarstjóri Sálfélagslegrar þjónustu á HSS
Inga Guðlaug Helgadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri sálfélagslegrar þjónustu HSS
Inga Guðlaug útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2018.
Einnig lauk hún EMDR námi 2020 og sérnámi í HAM á þessu ári.
Inga Guðlaug hefur starfað hjá HSS frá 2018 og sem yfirsálfræðingur hjá Suðurnesjabæ frá 2020
Við óskum Ingu Guðlaugu innilega til hamingju með starfið og hlökkum til að starfa áfram með henni.
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112