Höfðingleg gjöf frá jógakennurum

mánudagur, 27. apríl 2020
Höfðingleg gjöf frá jógakennurum

HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá systrunum og jógakennurunum Elínu Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætrum.

Þær héldu nýlega netnámskeið þar sem þær ánöfnuðu HSS 60% af námskeiðagjöldum til uppsetningar á einangrunar- og sóttvarnarherbergi á bráðamóttöku HSS.

Alls söfnuðust heilar 278.400 krónur sem munu koma að afar góðum notum við að útbúa aðstöðuna sem verður vonandi sem fyrst.

Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka þeim systrum innilega fyrir framlagið og hlýhuginn sem því fylgir, að ógleymdum þeim sem tóku þátt í námskeiðinu hjá þeim.
(Mynd/Víkurfréttir)

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112