Helga Hauksdóttir ráðin Mannauðsstjóri HSS

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Helga Hauksdóttir ráðin Mannauðsstjóri HSS
Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri HSS. Ráðningin tekur gildi 1. janúar nk.
Um er að ræða nýja stöðu hjá HSS, í samræmi við nýtt skipurit stofnunarinnar. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra HSS.
Helga er menntaður vinnusálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið í starfsmannamálum frá 2011, fyrst sem sérfræðingur í starfsmannamálum á Hagstofu Íslands, og svo starfsmannastjóri á sama stað frá ársbyrjun 2018.
Helga er boðin velkomin til starfa á HSS.
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112