Háls-, nef- og eyrnalæknar á HSS á ný

mánudagur, 3. júní 2019
Háls-, nef- og eyrnalæknar á HSS á ný

Það er ánægjulegt að segja frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður nú aftur upp á þjónustu háls-, nef- og eyrnalækna í Reykjanesbæ.

Þrír sérfræðingar, Stefán Eggertsson, Sigurður Torfi Grétarsson og Kristján Guðmundsson, skipta með sér dögum en gert er ráð fyrir að þeir séu með móttöku tvo daga í viku.

Tekið er á móti tímabókunum í afgreiðslu HSS, í síma 422-0500.

Rétt er að minna á að börn þurfa tilvísun frá heilsugæslulækni til að sleppa við að greiða komugjald til sérfræðinga.