Covid smitvarnir hjá heilsugæslu HSS

fimmtudagur, 30. desember 2021
Covid smitvarnir hjá heilsugæslu HSS

Nú leggjum við áherslu á að vernda starfsemi heilsugæslunnar til að geta haldið áfram að veita nauðsynlega heilsugæsluþjónustu.

Þess vegna biðjum við skjólstæðinga okkar sem eru með einkenni sem geta bent til COVID-19, að koma ekki á heilsugæsluna án þess að fara í sýnatöku. 

Nánar um sýnatökur:

  • Fólk með kvefeinkenni á að fara í PCR einkennasýnatöku og vera komið með niðurstöðu áður en komið er á heilsugæsluna.
  • Einkennasýnataka er pöntuð á Mínum siðum á heilsuvera.is.
  • Þau sem eru ekki með rafræn skilríki geta pantað símatíma í covid ráðgjöf í síma 4220500 og fengið strikamerki í einkennasýnatöku eða í netspjalli Heilsuveru.
  • Gera þarf ráð fyrir að bið eftir niðurstöðum geti orðið allt að 48 tímar.
  • Þau sem eiga brýnt erindi á heilsugæsluna, en eru með kvefeinkenni og geta ekki beðið eftir niðurstöðum úr PCR prófi þurfa að hafa samband við heilsugæsluna fyrir komu í síma 4220500.
  • Ekki dugar að taka heimapróf, sjálfpróf eða hraðpróf. 

Aðrar smitvarnir á heilsugæslustöðvum:

  • Það er grímuskylda á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og við minnum á handþvott og handspritt. Höldum fjarlægð.
  • Ekki eru leyfðir fylgdarmenn nema í sérstökum undantekningatilfellum, það á einnig við um Slysa- og bráðamóttökuna
Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112