Covid-19 bólusetning barna á Suðurnesjum

laugardagur, 8. janúar 2022
Covid-19 bólusetning barna á Suðurnesjum

Covid-19 bólusetning skólabarna á Suðurnesjum fer fram mánudaginn 10. janúar 2022.

Bólusetning grunnskólabarna í Grindavík fer fram í Hópskóla í Grindvík.

Bólusetning grunnskólabarna utan Grindavíkur fer fram í Tónlistaskóla Reykjanesbæjar/Hljómahöll.

Öll börn verða bólusett í sér rými þar sem eingöngu verða barn, foreldri/forráðamaður og hjúkrunarfræðingur viðstödd.

Allir foreldrar eiga að vera búnir að fá skilaboð í gegnum Mentor með nánari upplýsingum um fyrirkomulag og tímasetningar.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að vera búnir að skrá börnin í bólusetningu áður en komið er á staðinn eins og kemur fram í leiðbeiningum.

ATH!! Upp hefur komið  galli í tengingu barna við forsjáraðila til skráningar í bólusetningu sjá tilkynningu á vef landlæknis

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item48462/Gallar-i-tengingu-barna-vid-forsjaradila-til-skraningar-i-bolusetningu-gegn-COVID-19

Börn fædd 2016 og þau sem orðin eru 5 ára í árgangi 2017 verður boðin bólusetning á sömu stöðum þriðjudaginn 11. janúar og ættu að vera búin að fá upplýsingar þar um sendan í tölvupósti.

Með bestu kveðju

Heilsugæslan

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112